Hoppa yfir valmynd
3. október 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Viljayfirlýsing um aukið samstarf og mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst undirrituð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað viljayfirlýsingu ásamt Elínu Díönnu Gunnarsdóttir, starfandi rektor Háskólans á Akureyri og Margréti Jónsdóttur Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, um að hefja formlegar viðræður um samstarf og mögulega sameiningu háskólanna. Viðræðurnar munu felast í fýsileikagreiningu á því hvaða samruna- eða samstarfsform henti best til að tryggja áframhaldandi starfsemi skólanna beggja með aukin gæði þeirra að markmiði. Skólarnir tilnefna báðir þrjá aðila í viðræðurnar sem leiddar eru af Aðalsteini Leifssyni, fyrrverandi ríkissáttasemjara.

,,Ég hef í starfi mínu sem háskólaráðherra lagt mikla áherslu á að finna leiðir til að auka samkeppnishæfni íslenskra háskóla og ná árangri í gegnum árangurstengnda fjármögnun háskólanna. Stóraukið samstarf eða sameining Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst felur í sér möguleikann á því að til verði mjög öflugur háskóli sem hefur fjárhagslega burði og fræðilega getu til þess að skapa sér sérstöðu sem landsbyggðarháskóli en einnig er horft til þess að skólinn gæti orðið algjörlega leiðandi í fjarnámi á landsvísu,” segir ráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum