Hoppa yfir valmynd
5. október 2023 Dómsmálaráðuneytið

Árni Grétar Finnsson ráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra

Árni Grétar Finnsson - mynd

Árni Grétar Finnsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra.

Árni Grétar lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2022. Árni Grétar hefur starfað sem lögmaður á efnahags- og samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins frá byrjun ársins 2021, en áður starfaði hann sem fulltrúi á Landslögum – lögfræðistofu og hjá CATO lögmönnum. Þar áður var hann blaðamaður á Morgunblaðinu og á mbl.is.

Árni Grétar hefur mikla reynslu af félagsstörfum og var til dæmis formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði 2012-2014, varaformaður Orators 2013-2014 og ritari Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2012-2013. Hann hefur einnig starfað í fjölmörgum nefndum og stjórnum á vegum stjórnvalda og í atvinnulífinu.

Árni Grétar er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði en býr nú í Kópavogi ásamt eiginkonu sinni, Melkorku Þöll Vilhjálmsdóttur, lögfræðingi hjá Hugverkastofunni, og eiga þau þrjú börn.

Árni Grétar er annar tveggja aðstoðarmanna dómsmálaráðherra en fyrir er Björg Ásta Þórðardóttir sem tók nýlega til starfa.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum