Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2023
Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar á alþjóðlegum degi kennara 5. október. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum.
Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum; fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennara, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Þá verða að auki veitt hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum sem þykja skara fram úr.
Tilnefningar hljóta að þessu sinni:
A. Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur
Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki, til skóla eða annarrar menntastofnunar, sem stuðlað hefur að menntaumbótum er þykja skara fram úr. Þessar menntastofnanir eru tilnefndir:
- Brekkubæjarskóli á Akranesi
- Bungubrekka, frístundamiðstöð Hveragerðisbæjar
- Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
- Grunnskólinn í Vestmannaeyjum
- Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi
B. Framúrskarandi kennari
Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki til kennara sem stuðlað hefur að menntaumbótum sem þykja skara fram úr. Tilnefndir eru þessir kennarar:
- Brynja Stefánsdóttir, kennari í Stapaskóla í Reykjanesbæ
- Fiona Elizabeth Oliver, kennari í Víkurskóla í Reykjavík
- Harpa Rut Svansdóttir, leikskólakennari í leikskólanum Smáralundi, Hafnarfirði
- Hrund Teitsdóttir, kennari við Hríseyjarskóla
- Ólafur Schram, tónmenntakennari í Sjálandsskóla í Garðabæ
C. Framúrskarandi þróunarverkefni
Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni eru veitt verkefnum sem standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu. Eftirfarandi verkefni eru tilnefnd:
- Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar
- Samvinna og sjálfræði – Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Þróunarverkefni í Verzlunarskóla Íslands
- Starfendarannsóknir í Menntaskólanum við Sund
- Viltu tala íslensku við mig? Samstarfsverkefni Íslenskuþorpsins og grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi
- Samstarf velferðarþjónustunnar í Árborg og félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz
D. Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun
Ein verðlaun veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- eða menntastofnun fyrir framúrskarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar. Tilnefningar fá: