Hoppa yfir valmynd
12. október 2023 Innviðaráðuneytið

Verkefnið Brothættar byggðir skilar árangri

Verkefnið Brothættar byggðir skilar árangri - myndKristján Þ. Halldórsson

Byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir er tíu ára um þessar mundir. Af því tilefni var haldið málþing á Raufarhöfn 5. október síðastliðinn, en Raufarhöfn var fyrsta byggðarlagið til að taka þátt í verkefninu. 

Meginmarkmið Brothættra byggða er að sporna við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins. Þó að það hafi ekki tekist í öllum 14 byggðarlögunum sem hafa tekið þátt, þá sýnir reynslan að verkefnið heppnast best ef frumkvæði, virk þátttaka og samstaða íbúa og sveitarfélagsins er góð.

„Þó að ekki hafi í öllum tilfellum verið hægt að snúa íbúaþróuninni við þá hafa verkefnin skilað miklum árangri á þessum tíu árum sem liðin eru og aukið viðnámsþrótt byggðarlaganna og getu til að takast á við áskoranir. Vel hefur tekist að virkja samtakamátt íbúa og vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélaganna auk þess sem það hefur orðið til verklag sem styður við þetta með ýmsu móti. Að mínu mati hefur verkefnið nýst vel til að vekja athygli á viðfangsefnum sem eiga við í fleiri en einu byggðarlagi og leita lausna á þeim í samstarfi við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila,“ segir Aðalsteinn Þorsteinsson, skrifstofustjóri sveitarfélaga og byggðamála í innviðaráðuneytinu.

Nánari upplýsingar um málþingið má finna í frétt á vef Byggðastofnunar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum