Hoppa yfir valmynd
20. október 2023 Matvælaráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ráðuneytisstjórahópur skipaður vegna fjárhagsstöðu bænda

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í morgun að koma á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Hópurinn mun leggja mat á þá stöðu sem upp er komin í landbúnaði í kjölfar endurtekinna hækkana á stýrivöxtum og verðhækkana á aðföngum.

Höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað hratt síðustu misseri og þannig rýrt eiginfjárstöðu bænda eins og víðar í samfélaginu. Staða landbúnaðar er þó sérlega erfið að því leyti að rekstur búa er nátengdur heimilum bænda og hækkanir við fjármagnskostnað og aðfangaverð hafa haft íþyngjandi áhrif. Rekstur í landbúnaði er því orðinn þungur hjá mörgum framleiðendum.

Starfshópurinn mun draga saman nýjustu gögn um stöðuna og þróun síðustu missera.
Í framhaldinu verða lagðar fram tillögur með hliðsjón af þessum gögnum og jafnframt leiða leitað til að auðvelda kynslóðaskipti og nýliðun í landbúnaði. Hópurinn mun verða í samráði við Byggðastofnun og önnur fjármálafyrirtæki auk hagsmunaaðila í landbúnaði.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum