Hoppa yfir valmynd
25. október 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Heimild fyrir setningu aldurstakmarks við afhendingu lyfja verði leidd í lög

Lyf - myndStjórnarráðið

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að færa inn í drög að frumvarpi um breytingu á lyfjalögum, heimild til að setja aldurstakmörk á afhendingu lyfja til einstaklinga yngri en 18 ára. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Upp hafa komið tilvik sem sýna fram á nauðsyn þess að skýrar reglur gildi um afhendingu lyfja til barna og rétt lyfsala til að neita barni um afhendingu lyfs telji hann það nauðsynlegt. Á þetta við jafnt um lausasölulyf og ávísunarskyld lyf. Lyfsalar, Lyfjastofnun og ýmsir forráðamenn barna hafa að undanförnu reifað áhyggjur sínar af því að engin aldurtakmörk séu fyrir hendi við afhendingu lyfja samkvæmt gildandi lögum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að bregðast við þessu með tillögu um ákvæði inn í fyrrnefnd frumvarpsdrög sem gerir kleift að kveða á um aldurtakmarkanir við afhendingu tiltekinna lyfja með reglugerð.

Frestur til að skila umsögnum er til 5. nóvember.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum