Hoppa yfir valmynd
25. október 2023 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska reglugerð um geimrétt

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um geimrétt. Geimréttur er hluti af forgangsmálum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir árið 2024 sem framkvæmdastjórnin lagði fram 13. september 2023. Markmiðið er að geimréttur sambandsins komi í veg fyrir óhagræði af ósamræmi í geimrétti einstakra aðildarríkja sambandsins. Samtímis á að tryggja samkeppnishæfni þess hluta efnahagslífs Evrópusambandsins sem starfar á þessu sviði í alþjóðlegri verslun. Gert er ráð fyrir að tillaga að reglum geti legið fyrir á fyrsta þriðjungi ársins 2024.

Geimréttur Evrópusambandsins mun taka á þremur þáttum sem tengjast eftirfarandi markmiðum:

  • Öryggi: Tryggja á örugga umferð gervihnatta með hliðsjón af aukinni umferð og þar með aukinni hættu á árekstrum og rusli sem getur fallið til jarðar.
  • Styrk: Vernda á Evrópusambandið og lofthelgi einstakra ríkja og mannvirki sem þar eru gegn utanaðkomandi ógn.
  • Sjálfbærni: Tryggja á að til lengri tíma verði aðgerðir í geimnum sjálfbærar og tryggi getu Evrópusambandsins til að reiða sig á geiminn sem mikilvægan þátt í þjónustu og efnahagslegum vexti.

Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 2. nóvember 2023.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum