Hoppa yfir valmynd
27. október 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Frestur til að sækja um styrki til félagasamtaka framlengdur

Frestur til að sækja um styrki til verkefna og starfsemi sem heyra undir málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins hefur verið framlengdur til fimmtudagsins 2. nóvember kl. 13:00. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsti þann 15. sept sl. eftir umsóknum frá íslenskum félagasamtökum um slíka styrki

Hægt er að sækja um tvenns konar styrki:

  1. Verkefnastyrkir. Verkefnastyrkir eru veittir til afmarkaðra verkefna sem miða að því að veita einstaklingum og hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna sem felast í því að:
    • Útbúa fræðsluefni og standa fyrir fræðslustarfsemi.
    • Vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félagsmanna.
    • Bjóða upp á stuðning og ráðgjöf.

    Verkefnastyrkir eru alla jafna ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn. Í þeim tilvikum þar sem verktími er lengur en eitt ár er heimilt að veita árlegan styrk til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárveitingar á fjárlögum hverju sinni. Ekki eru veittir styrkir til sömu verkefna og hljóta styrk á fjárlögum eða verkefna sem falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga við það.

  2. Rekstrarstyrkir. Styrkir eru veittir til reksturs félagasamtaka sem hafa verið starfandi í að lágmarki þrjú ár. Rekstrarstyrkir geta verið veittir til tveggja ára í senn.

Umsóknarfrestur er sem fyrr segir til kl. 13.00 mánudaginn 16. október 2023.

Umsókn sem berst eftir að umsóknarfresti er lokið verður ekki tekin til umfjöllunar.
Úthlutun fer fram eigi síðar en 1. febrúar 2024.

Sækja skal um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins.

Undir flipanum Eyðublöð eru eyðublöð flokkuð eftir ráðuneytum og stofnunum. Undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eru umsóknareyðublöðin:

  • Umsókn um styrk af safnliðum fjárlaga 2024 til reksturs félagasamtaka sem starfa á málefnasviði félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.
  • Umsókn um styrk af safnliðum fjárlaga 2024 vegna verkefna á sviði félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum