Hoppa yfir valmynd
31. október 2023 Innviðaráðuneytið

Byggðaráðstefnan 2023 – Búsetufrelsi?

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Byggðaráðstefnan verður haldin 2. nóvember 2023, í Reykjanesbæ, milli kl. 9-16. Fjallað verður um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Leitast er við að ná fram ólíkum sjónarhornum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á tiltekinn málaflokk hverju sinni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, flytur ávarp og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, verður með erindi.

Ráðstefnan á erindi við sveitarstjórnarfólk, fulltrúa atvinnulífs, stefnumótendur og alla sem starfa eða sinna rannsóknum á vettvangi byggðamála.

Lokað hefur verið fyrir skráningu en hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í beinu streymi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum