Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2023 Forsætisráðuneytið

Málþing um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar

Forsætisráðuneytið í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst býður til málþings undir yfirskriftinni Er þörf á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar? Málþingið fer fram mánudaginn 6. nóvember nk. kl. 15.00-16.30 í stofu V-102 í Háskólanum í Reykjavík og verður auk þess í beinu streymi.

Á málþinginu verður fjallað um greinargerð Róberts Spanó, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og fv. forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, og Valgerðar Sólnes, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, um hvort þörf sé á breytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Málþingið er það fyrsta af þremur sem haldin verða um efni greinargerða sérfræðinga sem forsætisráðherra fól að vinna um kafla stjórnarskrárinnar um mannréttindi, Alþingi og dómstóla.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur opnunarávarp og þau Róbert Spanó og Valgerður Sólnes munu fjalla um greinargerð sína um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá munu Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Hörður Helgason héraðsdómslögmaður, Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata taka þátt í pallborðsumræðum. Fundarstjóri er Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.

Greinargerð Róberts Spanó og Valgerðar Sólnes

Hlekkur á beint streymi frá málþinginu 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum