Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsóknar: Styrkir til verkefna sem miða að því að vinna gegn fíknisjúkdómum

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir styrki til verkefna sem snúa að því að vinna gegn fíknisjúkdómum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á að styrkja verkefni sem vinna gegn ópíóíðafíkn.

Auglýst er eftir umsóknum frá frjálsum félagasamtökum um styrki til afmarkaðra verkefna sem hafa það markmið að vinna gegn fíknisjúkdómum með áherslu á ópíóíðafíkn. Styrkupphæð til hvers verkefnis getur verið allt að 10 milljónir en alls eru 30 milljónir til úthlutunar.

Tilgangur styrkveitingar er að styðja við verkefni á sviði heilsueflingar og forvarna sem vinna gegn fíknisjúkdómum með áherslu á ópíóíðafíkn. Þar með talið eru verkefni tengd skaðaminnkun og snemmtækum inngripum.

Mat á styrkhæfni byggir á að verkefnin byggi á faglegum grunni, hafi skýr raunhæf markmið tengd því að vinna gegn fíknisjúkdómum með áherslu á ópíóíðafíkn, hafi skýrt upphaf og endi og árangur þeirra sé metinn.

Í umsókninni þarf að koma fram:

  • Upplýsingar um starfsemi og meginmarkmið félagasamtaka.
  • Nákvæm lýsing á verkefninu og markmiðum þess.
  • Rökstuðningur fyrir því hvernig verkefninu er ætlað að vinna gegn fíknisjúkdómum með áherslu á ópíóíðafíkn.
  • Upplýsingar um framkvæmd árangursmats.
  • Tíma- og verkáætlun.
  • Kostnaðaráætlun.
  • Upplýsingar um samstarfsaðila ef við á.
  • Upplýsingar um aðra styrki sem fengist hafa til verkefnisins.

Umsóknarfrestur er til 27. nóvember 2023. Styrkir verða veittir í desember 2023.

Umsóknir með umbeðnum upplýsingum skulu sendar á [email protected]

Umsókn sem berst eftir að umsóknarfresti er lokið verður ekki tekin til umfjöllunar.

Ekki verður tekið við umsóknum um rekstrarstyrki.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum