Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Farið yfir umsóknir úr Glókolli á tveggja mánaða fresti

Glókollur eru styrkir sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veitir til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðuneytisins. Styrkirnir eru þannig ætlaðir til verkefna og viðburða á sviði háskólamála, iðnaðar, nýsköpunar, rannsókna og vísinda, hugverkaréttinda, fjarskipta og netöryggis. 

Nú hefur fyrirkomulagi úthlutana úr Glókolli verið breytt með nýjum reglum um úthlutun styrkja. Er þetta gert með aukna skilvirkni og betri upplýsingagjöf til umsækjenda að markmiði. Líkt og áður er ávallt opið fyrir umsóknir í Glókoll og því hægt að sækja um hvenær sem er, en breytt fyrirkomulag felur í sér að matsnefnd, skipuð af ráðherra, fer yfir umsóknir á tveggja mánaða fresti og gerir í kjölfarið tillögu til ráðherra um úthlutun styrkja. Ráðherra tekur lokaákvörðun um styrkveitingar. Að því loknu eru svarbréf send til umsækjenda. Ráðherra getur ákveðið að leggja áherslu á ákveðin mál þegar kemur að úthlutun styrkja. Í slíkum tilfellum verður það auglýst sérstaklega. 

Við úthlutun styrkja er m.a. litið til þess hvort verkefnið hafi gildi fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks, hvort verkefnið búi yfir sérstöðu eða nýnæmi og hvort markmið og mælikvarðar séu skýrir. Hámarksupphæð styrks sem verkefni getur hlotið er 1.000.000 kr. Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana.

Nánari upplýsingar um Glókoll má nálgast hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum