Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálaráðherra sótti fund EFTA og ECOFIN í Brussel

Þórdís Kolbrún ásamt fulltrúum frá Liechtenstein, framkvæmdastjórn ESB, Leiðtogaráði Evrópu, Sviss og fjármálaráðherra Noregs.  - myndMynd/Council of the European Union

Fjármála– og efnahagsráðherra sat sameiginlegan fund EFTA ríkjanna og efnahags- og fjármálanefndar Evrópuráðsins (ECOFIN) 8. nóvember sl. Fundurinn er haldinn árlega og gefst EFTA ríkjunum þar tækifæri til þess að taka upp við Evrópusambandið mál sem þeim þykir brýnt hverju sinni. Í ár var áherslan á umræður um nýja strauma í atvinnustefnu. Tilefnið er mun sýnilegri opinber stuðningur beggja vegna Atlantshafsins við ákveðna geira í því augnamiði að flýta fyrir grænni þróun og styrkja virðiskeðjur. Má í þessu samhengi nefna t.d. sérstaka löggjöf um hálfleiðara í Evrópu (e. Chips act) og um loftslagsbreytingar í Bandaríkjunum (e. Inflation reduction act).

Þórdís Kolbrún lagði áherslu á það í sínu máli á fundinum að opinber stuðningur á Íslandi væri fyrst og fremst almenns eðlis en beindist síður að einstaka geirum eða vörum. Til að mynda legðu íslensk stjórnvöld mikið upp úr góðu aðgengi að menntun og stuðningi við þróun, rannsóknir og nýsköpun. Með því móti mætti betur undirbúa samfélagið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar, þar á meðal loftslagsbreytingar. Hún benti einnig á mikilvægi þess fyrir Ísland að alþjóðaviðskipti væru frjáls og fylgdu alþjóðalögum.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum