Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Glæsileg aðstaða á nýju hjúkrunarheimili í Stykkishólmi

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fagnaði langþráðum áfanga með heimamönnum þegar nýja hjúkrunarheimilið Systraskjól í Stykkishólmi var vígt formlega fyrir skömmu. Heimilið er til húsa í gamla St. Franciskusspítalanum en allt húsnæðið var hannað og endurgert til að mæta sem best nútímakröfum um aðstæður íbúa á hjúkrunarheimilum. Systraskjól leysir af hólmi gamla hjúkrunarheimilið við Skólastíg og er aðstaða fyrir 18 íbúa á nýja heimilinu. Tvö hjúkrunarrými verða nýtt fyrir hvíldar- og endurhæfingarinnlagnir með áherslu á stuðning við einstaklinga sem geta með góðri endurhæfingu búið lengur í sjálfstæðri búsetu.

„Það er gleðilegt að sjá hve vel hefur tekist til með hönnun hjúkrunarheimilisins. Öll aðstaða fyrir íbúa og starfsfólk er eins og best verður á kosið og hreint út sagt glæsileg. Ég fagna einnig metnaðarfullum áformum sveitarfélagsins um að efla þjónustu við aldraða. Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref í þeim efnum, meðal annars með opnun Höfðaborgar, miðstöðvar öldrunarþjónustu nýverið, auk áherslu sveitarfélagsins á félagslega virkni og heilsueflingu eldra fólks“ segir Willum Þór.

 

 

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum