Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2023 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd telur Ólaf Helga Árnason hæfastan fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur

Hinn 1. september 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar tvö embætti dómara með fyrstu starfsstöð við héraðsdóm Reykjavíkur. Níu umsóknir bárust um þessi tvö embætti.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur nú skilað umsögn sinni um umsækjendur. Er það niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. Næst honum komi Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir og verði ekki gert upp á milli þeirra þriggja.
Dómnefndina skipuðu: Ása Ólafsdóttir, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.

 

Umsögn dómnefndar


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum