Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundaði með efnahags- og fjármálastjóra í framkvæmdastjórn ESB

Þórdís Kolbrún ásamt Paolo Gentiloni eftir fund þeirra í Brussel í gær. - mynd

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði í gær með Paolo Gentiloni sem fer með efnahags- og fjármál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Á fundinum var rætt um efnahagsþróun í hagkerfunum tveimur og möguleg áhrif eldsumbrotanna á Reykjanesskaga.

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði áherslu á að framkvæmdastjórnin liti til sjónarmiða EES/EFTA-ríkjanna við mótun stefnu og löggjafar innri markaðar Evrópu. Þá væri samstarf samfélaga með sambærileg gildi mikilvægt á óvissutímum, ekki síst hvað varðar innrásarstríð Rússa í Úkraínu og enduruppbyggingu eftir að stríðinu lýkur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum