Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Hefja uppbyggingu á fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar


Fyrirhuguð er uppbygging að Hrauni í Öxnadal sem hefur það markmið að heiðra minningu þjóðskáldsins, í samræmi við ályktun Alþingis frá árinu 2017. Frá 1996 hefur fæðingardagur Jónasar, 16. nóvember, verið tileinkaður íslenskri tungu og minningu hans verið haldið á lofti með ýmsum hætti.

Verkefnisstjórn mun hafa það hlutverk að koma með tillögur að metnaðarfullri uppbyggingu á fæðingastað Jónasar Hallgrímssonar.

Verkefnastjórnina skipa:
Hanna Rósa Sveinsdóttir, tilnefnd af Menningarfélaginu Hrauni í Öxnadal - formaður
Valgerður Gunnarsdóttir, skipuð án tilnefningar – varaformaður
Jónas Þór Jónasson, tilnefndur af Hörgársveit
Dagný Arnarsdóttir, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Vilhelmína Jónsdóttir, tilnefnd af menningar- og viðskiptaráðherra
Hallgrímur Jökull Ámundason, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðherra
Óttar Kolbeinsson Proppé, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðherra

„Framlag Jónasar Hallgrímssonar til íslenskrar menningar verður seint metið að verðleikum. Þrátt fyrir að Jónas hafi aðeins náð 38 ára aldri er ævistarf hans viðamikið og mikilvægt fyrir sögu og menningu þjóðarinnar. Rannsóknir hans m.a. á jarðfræði Íslands og landakortagerð voru frumkvöðlastarf sem skerptu sýn og efldu skilning fólks á náttúru landsins. Það sama má segja um nýyrðasmíði hans. Þá eru ótalin hin fjölmörgu kvæði og ljóð sem Jónas orti og skipa sérstakan sess í huga þjóðarinnar. Með uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal mun gefast einstakt tækifæri til að tengja saman náttúru staðarins og arfleifð þjóðskáldsins“, segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Á vorþingi hyggst menningar- og viðskiptaráðherra leggja fram þingsályktunartillögu um uppbyggingu á söguslóðum sem ætlað er að styðja við framþróun og eflingu íslenskra sögustaða sem mikilvægra áfangastaða ferðamanna og gildi þeirra fyrir íslenskan menningararf. Uppbyggingin að Hraun í Öxnadal er liður í þeim áformum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum