Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2023 Matvælaráðuneytið

Þörf á að endurhugsa fæðukerfin

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra opnaði Matvælaþing í gær. - myndSigurjón Ragnar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hélt opnunarerindi á fjölsóttu Matvælaþingi í Silfurbergi í Hörpu í gær.

Meginviðfangsefni þingsins í ár var hringrásarhagkerfið. Í erindi ráðherra kom fram að eitt markmiða matvælastefnu Íslands til 2040 er að styðja við hringrásarhagkerfið með rannsóknum og þróun, bæði í fullvinnslu og fullnýtingu afurða.

„Í stefnunni kemur fram að leggja þurfi áherslu á að öll hráefni og hliðarstraumar verði að nýtanlegum afurðum, og að stuðla skuli að minni matarsóun og minna kolefnisspori matvælaframleiðslu. Þessi markmið stuðla að aukinni sjálfbærni og minna álagi á náttúruauðlindir, og leiða til aukinnar verðmætasköpunar, nýrra tækifæra og fjölbreyttari atvinnustarfsemi“ sagði ráðherra.

Góð mæting var á Matvælaþing 2023. 

 

Ráðherra kom einnig inn á mikilvægi hringrásarhagkerfis til framtíðar.

„Það er mikilvægt að við endurhugsum fæðukerfin okkar í þágu samdráttar í losun, og hringrásarhagkerfið er hluti af því stóra verkefni. Innleiðing hringrásarhagkerfisins er eitt af þeim stóru og mikilvægu skrefum sem við verðum að stíga framtíðarkynslóðum til heilla. Ég hef mikla trú á innlendri matvælaframleiðslu, hvort sem er til sjávar eða sveita, í dreifbýli eða þéttbýli“.

Á þinginu fluttu innlendir og erlendir fyrirlesarar erindi úr ýmsum greinum matvælaframleiðslu og fjölbreyttur hópur fulltrúa úr matvælageiranum og tengdum greinum tók þátt í pallborðsumræðum.

Fyrirspurnir og athugasemdir þinggesta, ásamt því efni sem var kynnt á þinginu, munu nýtast við undirbúning aðgerðaáætlunar á grunni matvælastefnu Íslands til 2040.

 

Streymi frá þinginu má sjá hér.

Matvælastefnu Íslands til 2040 má sjá hér.


  • Þörf á að endurhugsa fæðukerfin - mynd úr myndasafni númer 1
  • Þörf á að endurhugsa fæðukerfin - mynd úr myndasafni númer 2
  • Þörf á að endurhugsa fæðukerfin - mynd úr myndasafni númer 3
  • Þörf á að endurhugsa fæðukerfin - mynd úr myndasafni númer 4
  • Þörf á að endurhugsa fæðukerfin - mynd úr myndasafni númer 5
  • Þörf á að endurhugsa fæðukerfin - mynd úr myndasafni númer 6

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
3. Heilsa og vellíðan
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum