Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Hvernig nota stofnanir gervigreind?

Nýsköpunarvogin, samnorræn könnun um stöðu nýsköpunar er þessa dagana framkvæmd í þriðja sinn meðal opinberra vinnustaða. Markmiðið er að nýta niðurstöðurnar til að meta hvernig megi auka vægi nýsköpunar i opinberri starfsemi.

Forstöðumenn stofnana hafa fengið könnunina senda með ósk um að svara henni.

Í könnuninni er einnig spurt um notkun gervigreindar hjá stofnunum, en ráðuneytið hyggst setja viðmið um notkun gervigreindar hjá hinu opinbera til þess að stofnanir geti nýtt tæknina til nýsköpunar í starfsemi á ábyrgan hátt.

Í fyrri könnunun hafa opinberar aðilar einna helst nefnt nýja tækni sem drifkraft nýsköpunar. Í síðustu könnun, sem framkvæmd var í fyrra, sögðust 82% ríkisaðila hafa innleitt nýsköpunarverkefni á síðastliðnum tveimur árum.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum