Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fyrsta jarðhitaleitarátakið í 15 ár

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest tillögur stjórnar Orkusjóðs um úthlutun styrkja til verkefna um leit og nýtingu jarðhita. Um er að ræða fyrsta jarðhitaleitarátakið sem ráðist er í í 15 ár. Alls bárust 25 umsóknir, samtals að upphæð kr. 1.373 m.kr. og alls hlutu átta verkefni styrk að upphæð um 447 milljónir króna.

Í maí á þessu ári óskaði ráðherra eftir því að Orkusjóður myndi sjá um framkvæmd átaks í leit og nýtingu jarðhita árin 2023-2025  þar sem áhersla væri lögð á stuðning við verkefni sem hefðu það að markmiði að hefja nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra:  Ísland hefur náð miklum árangri í nýtingu jarðhita til húshitunar og yfir 90% landsmanna hafa aðgang að hitaveitu. Hins vegar er það svo að við höfum verið sofandi á verðinum undanfarna tvo áratugi. Þetta er fyrsta átakið í jarðhitaleit síðastliðin 15 ár og líkt og fram kom í skýrslu ÍSOR fyrr á árinu þá stendur meirihluti hitaveitna landsins frammi fyrir erfiðleikum á komandi misserum. Við höfum á undanförnum 10 árum niðurgreitt húshitunarkostnað sem nemur um 2,5 milljörðum á ári. Nú sækjum við fram í jarðhitamálum á ný.“  

Verkefnin sem hlutu styrk eru:

Í stjórn Orkusjóðs eru Haraldur Benediktsson, formaður, Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður, og Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum