Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fundur með norskum ráðherra háskóla- og vísindamála

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Sandra Borch - mynd

Í upphafi mánaðar átti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fund með ráðherra háskóla- og vísindamála í Noregi, Söndru Borch. Sandra Borch tók við málaflokknum í ágúst 2023 en var áður landbúnaðar- og matvælaráðherra.

Ráðherrarnir ræddu þau mál sem efst eru á baugi í löndunum á þessum málefnasviðum. Kynntar voru tillögur íslenska ráðherrans að árangurstengdri fjármögnun háskóla, og þá vinnu sem háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið er að leggja upp með í samstarfi við fleiri ráðuneyti,  til að auðvelda aðgengi einstaklinga með erlent nám að öðlast viðurkenningu á menntun sinni og hæfni. Þá fór ráðherra Noregs yfir nýlegar breytingar á fjármögnun norskra háskóla, stefnu sína í háskólamálum og áhrif af nýsamþykktum skólagjöldum við norska háskóla fyrir einstaklinga utan EES. Að lokum stilltu ráðherrarnir saman strengi sína um aukna hermikennslu í hjúkrunarfræði, en áhugi er fyrir því að leggja til breytingar á regluverki ESB til að auðvelda aukið framboð slíkrar kennslu i greininni og auka þannig framboð á námsplássum í hjúkrunarfræði, e til að mynda veitti HVIN nýlega veglegan styrk úr samstarfi háskóla til að efla hermikennslu á þessu sviði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum