Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Norrænn leiðtogafundur barna og ungmenna

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, setur Norrænan leiðtogafund barna og ungmenna í Hörpu - mynd

Núna er komið að okkur! Fulltrúar barna og ungmenna frá öllum Norðurlöndunum á aldrinum 13–25 ára eru komnir saman í Hörpu á Norrænum leiðtogafundi barna og ungmenna. Þar ræða þeir saman og láta skoðanir sínar í ljós um málefni sem snerta þau eins og frið, skólamál, atvinnu, fordóma, geðheilbrigði, sjálfbærni, umhverfismál, fjölmenningu, tungumál, þátttöku, lýðræði og mannréttindi.

Markmið viðburðarins er að auka samstarf og samtal barna og ungmenna á öllum Norðurlöndunum, skapa norrænan samtals- og samráðsvettvang og tryggja að rödd barna og ungmenna berist ráðamönnum.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, setti fundinn í Norðurljósum í Hörpu í morgun. Dagskrá lýkur á morgun þegar þátttakendur afhenda Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, niðurstöður og aðgerðaáætlun.

Frá setningu leiðtogafundar

Þessi einstaki viðburður er hluti Norræna ungmennamánuðinum sem er formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Mennta- og barnamálaráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið standa að fundinum og Norræna ungmennamánuðinum. Undirbúningur og framkvæmd verkefnisins og leiðtogafundar var í höndum Samfés, landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum