Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2023 Matvælaráðuneytið

Greinargerð um vistkerfisnálgun afhent matvælaráðherra

F.v. Hrönn Egilsdóttir frá Hafrannsóknastofnun, Ole Martin Sandberg og Ragnhildur Guðmundsdóttir  frá Náttúruminjasafni Íslands, Bryndís Marteinsdóttir frá Landgræðslunni, Skúli Skúlason frá Háskólanum á Hólum og Náttúruminjasafni Íslands, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Benedikt  Árnason ráðuneytisstjóri og Björn Helgi Barkarson skrifstofustjóri sjálfbærni. - myndDL

BIODICE, samstarfsvettvangur um líffræðilega fjölbreytni, afhenti í dag Svandísi Svavarsdóttir matvælaráðherra greinargerð frá málþingi um vistkerfisnálgun sem haldið var 21. september sl.

Matvælaráðuneytið fól BIODICE að taka saman helstu niðurstöður og sjónarmið sem fram komu á málþinginu auk tillagna um þau lykilatriði sem eru grundvöllur þess að vistkerfisnálgun sé viðhöfð fyrir mismunandi framleiðslugreinar, sem og aðgerðir við innleiðingu hennar og beitingu.

Í samantektinni kemur m.a. fram að vistkerfisnálgun er alþjóðlegt áherslumál og að Ísland er aðili að mörgum alþjóðasamningum þar sem aðferðafræði og beiting vistkerfisnálgunar er lykilatriði. Jafnframt að skýr samhljómur hafi verið meðal allra aðila sem komu fram á málþinginu um nauðsyn vistkerfisnálgunar og að tímabært sé að innleiða hana hérlendis með skipulegum hætti. Fræðsla og menntun þurfi að fela í sér samtal allra aðila og byggja á reynslu og þekkingu framkvæmdaaðila s.s. bænda, sjómanna og fyrirtækja auk þekkingar sem fengin er með vísindalegum nálgunum.

Samantektin mun nýtast við mótun aðgerðaáætlana fyrir málaflokka ráðuneytisins.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum