Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2023 Innviðaráðuneytið

Útboðsgögn vegna Ölfusárbrúar send þátttakendum

Útboðsgögn vegna hönnunar og smíði Ölfusárbrúar hafa verið send til þeirra fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Vegagerðin auglýsti alútboð vegna hönnunar og smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá á Evrópska efnahagssvæðinu þann 3. mars síðastliðinn. Þann 18. apríl voru opnaðar umsóknir en umsóknir bárust frá fimm þátttakendum sem allir uppfylltu þau skilyrði sem sett voru í útboðsauglýsingunni og voru metnir hæfir.

Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku í útboðinu:

  • Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi
  • IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan
  • Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík
  • Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni
  • ÞG verktakar ehf., Reykjavík

Ný Ölfusárbrú verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólf verður 19 m breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Markmiðið með framkvæmdunum er að auka umferðarrýmd, aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi. 

Helsta breytingin sem verður við þessa framkvæmd er að Hringvegur (1) styttist um 1,2 km og ferðatími styttist að lágmarki um fjórar til fimm mínútur. Einnig mun greiðast úr þeim umferðarteppum sem oft hafa skapast við gömlu Ölfusárbrúna en gert er ráð fyrir að umferð þyngri ökutækja verði ekki leyfð á gömlu brúnni þegar sú nýja hefur verið tekin í notkun.

Nánari upplýsingar á vef Vegagerðarinnar

  • Útboðsgögn vegna Ölfusárbrúar send þátttakendum - mynd úr myndasafni númer 1
  • Útboðsgögn vegna Ölfusárbrúar send þátttakendum - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum