Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2023 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Upplýsingatorg fyrir foreldra fatlaðra barna

Katarzyna Beata Kubiś, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra - mynd

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gert samning við Landssamtökin Þroskahjálp um stuðning við að setja á fót rafrænt upplýsingatorg fyrir foreldra fatlaðra barna, með áherslu á upplýsingar fyrir foreldra með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.

Upplýsingatorginu er ætlað að vera stafræn miðstöð með alhliða fræðslu til foreldra um þá þjónustu sem er í boði fyrir fötluð börn þvert á kerfi og stofnanir og um þann stuðning sem aðstandendum stendur til boða. Þá er torginu jafnframt ætlað að tengja saman fjölskyldur í svipaðri stöðu. Stuðningurinn er liður í stefnu stjórnvalda um bætta þjónustu við foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

„Horfa þarf heildstætt á stuðningskerfið þannig að það þjóni fötluðum börnum jafnt sem aðstendendum, óháð því hvort þeir tali tungumálið eða þekki til aðstæðna hér á landi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. „Hér erum við að setja á laggirnar gátt þar sem foreldrar fatlaðra barna geta nálgast á einum stað og á mörgum tungumálum upplýsingar um alla þá þjónustu sem er í boði fyrir þau og börn þeirra.“

Veittar verða 18 m.kr. til verkefnisins yfir þriggja ára tímabil en um tilraunaverkefni er að ræða þar sem fylgst verður með notkun upplýsingatorgs og árangri.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum