Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Háskóli Íslands og Hallormsstaðaskóli ræða samstarf í námi um skapandi sjálfbærni

Bryndís Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. - myndGunnar Gunnarrson, Austurfrétt

Rektor Háskóla Íslands og skólameistari Hallormsstaðaskóla hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að skólarnir tveir hefji formlegar viðræður um mögulega samvinnu um nám í skapandi sjálfbærni á háskólastigi. Námið færi fram í Hallormsstaðaskóla á vegum Háskóla Íslands. Viljayfirlýsingin var undirrituð í Hallormsstaðaskóla í gær og skrifar háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra einnig undir yfirlýsinguna. 

Síðustu mánuði hefur óformlegt samtal átt sér stað milli stjórnenda skólanna tveggja um eflingu háskólanáms á Austurlandi með þróun náms við Hallormsstaðaskóla, en frá fyrri hluta 20. aldar hefur skólinn verið leiðandi í þróun hagnýts hússtjórnarnáms sem byggist á sérstöðu íslensks samfélags og náttúru. Námið hefur tekið umtalsverðum breytingum á síðustu árum, í takt við kröfur nútímasamfélags og breyttar aðstæður. Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á sjálfbærni í rannsóknum og kennslu og hefur m.a. markvisst innleitt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starf sitt undanfarin ár. Samstarf skólanna getur opnað á aukið framboð verklegs og hagnýts náms í skapandi sjálfbærni þar sem nemendum Háskóla Íslands gefst kostur á sérhæfðu verklegu rannsóknarnámi undir faglegri handleiðslu sérfræðinga á sviði sjálfbærni, hönnunar, umhverfis- og loftslagsbreytinga, matvælagerðar o.s.frv.

Háskóli Íslands og Hallormsstaðaskóli tilnefna hvort um sig tvo fulltrúa til viðræðna um áframhaldandi greiningu á mögulegu samstarfi. Samhliða viðræðunum mun háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið styðja við áform skólanna og veita faglegan stuðning og leiðsögn eins og við á. Gert er ráð fyrir að endanleg áform um samstarf liggi fyrir eins fljótt og kostur er, en samþykki háskólaráðs og stjórnar Hallormsstaðaskóla eru forsendur þess að í kjölfarið verði gerð áætlun um næstu skref.

Sjá einnig:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum