Hoppa yfir valmynd
1. desember 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

23 milljónir króna til hjálparsamtaka sem veita aðstoð fyrir jólin

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitir samtals 23 milljónum króna fyrir jól í styrki til hjálparsamtaka um land allt sem styðja við viðkvæma hópa, svo sem með mataraðstoð.

Alls fá níu hjálparsamtök styrk til þess að geta stutt enn betur við þau sem leita þurfa aðstoðar í aðdraganda jólanna. Þetta eru Hjálpræðisherinn, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akranesi, Fjölskylduhjálp Íslands, Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis og Kaffistofa Samhjálpar. 

„Margt fólk á um sárt að binda á þessum tíma árs og mikilvægt er að styðja við hjálparsamtök sem hlúa að fólki, til dæmis með mataraðstoð. Hjálparsamtökin sem fá styrk sinna umfangsmikilli jólaaðstoð á hverju ári og ég óska þeim velfarnaðar þann annasama tíma sem nú er fram undan,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum