Hoppa yfir valmynd
6. desember 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Eflir heilbrigðisþjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis

Eflir heilbrigðisþjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis - myndStjórnarráðið

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita 90 milljónir króna til að fjölga stöðugildum sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu sem aðstoða þolendur kynbundins ofbeldis. Ákvörðunin er hluti af innleiðingu verklags um allt land fyrir þolendur kynbundins ofbeldis (heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis). Verklaginu er ætlað að samræma og bæta þjónustu heilbrigðiskerfisins við þennan hóp.

Verklagið byggir á niðurstöðum starfshóps sem ráðherra fól að gera tillögur til úrbóta í málaflokknum. Markmiðið er að heilbrigðisþjónustan nái að stíga fyrr og enn markvissar inn í mál þolenda og veita þeim þannig sem besta þjónustu. „Heilbrigðisstarfsfólk er oft fyrstu og jafnvel einu fagaðilarnir sem fá vitneskju um ofbeldið. Mikilvægt er að grípa þolendur þegar þau leita á heilbrigðisstofnun og þá vegur þungt að hafa heilbrigðisstarfsmenn með sérþekkingu á málaflokknum sem geta veitt viðeigandi þjónustu“ segir Willum Þór.

Ráðherra samþykkti í fyrra að fjármagna tvö stöðugildi félagsráðgjafa með aðsetur á bráðamóttöku Landspítala og eitt stöðugildi sálfræðings hjá áfallateymi spítalans. Hlutverk þessara fagaðila er að styðja þolendur kynbundins ofbeldis, óháð búsetu og efnahag. Þau koma m.a. þolanda í samband við lögreglu, óski þolandi þess, eru í samskiptum við barnavernd, sýslumann og félagsþjónustuna, benda gerendum á úrræði til aðstoðar, útbúa tilvísanir á viðeigandi þjónustu innan og utan heilbrigðiskerfisins og fylgja málum þolenda eftir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum