Hoppa yfir valmynd
13. desember 2023 Forsætisráðuneytið

Forseti Úkraínu gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna

Forseti Úkraínu gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna - myndJohannes Jansson/norden.org

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna með Volodymyr Zelenzky, forseta Úkraínu, í Osló í dag. Gestgjafi fundarins er Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, en aðrir þátttakendur eru Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar.

Á fundinum verður rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu. Um er að ræða annan leiðtogafund Norðurlandanna og Úkraínu á árinu en fyrri fundurinn var haldinn í Helsinki í maí sl. Að loknum leiðtogafundinum mun forsætisráðherra eiga tvíhliðafund með Úkraínuforseta.

Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundi leiðtoganna í beinu streymi kl. 12.15 að íslenskum tíma.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum