Hoppa yfir valmynd
15. desember 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir Framtíðarsetur Íslands vegna ráðstefnu um framtíð lýðræðis

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Framtíðarsetri Íslands styrk að upphæð einni milljón króna til að halda alþjóðlega ráðstefnu um þróun lýðræðis á Norðurlöndunum og stofna til samstarfsvettvangs um framtíðarfræði. Ráðstefnan fer fram í Reykjavík dagana 21.-23. febrúar 2024.

Markmiðið ráðstefnunnar er að nota aðferðir framtíðarfræða til að greina þá þróun sem fyrirsjáanlegt er að muni eiga sér stað, til að mynda vegna margvíslegra samfélags- og tæknibreytinga.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum