Hoppa yfir valmynd
20. desember 2023 Innviðaráðuneytið

Breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun samþykkt

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun var samþykkt á Alþingi í lok síðustu viku. 

Með frumvarpinu voru eftirfarandi breytingar lögfestar, en þær taka til styrkveitinga sem veittar eru árið 2024 vegna ársins 2023.

  • Endurgreiðsluhlutfall flutningskostnaðar hækkar úr 10% í 15% af flutningskostnaði ef ferð er lengri en 390 km á styrksvæði 1, sbr. 4. gr. laganna. Á styrksvæði 2 hækkar hlutfallið úr 10% í 20% vegna lengdar ferðar á bilinu 150–390 km og úr 20% í 30% ef ferð er lengri en 390 km.
  • Engin skerðing verður á endurgreiðsluhlutfalli umsókna um flutningsjöfnunarstyrki upp að 1,25% af heildarfjárveitingu hvers árs. Ekki skal lækka hlutföll samþykktra umsókna sem eru undir 1,25% af fjárveitingu hvers árs né lækka samþykktar umsóknir niður fyrir 1,25% af fjárveitingu hvers árs hjá sama aðila.

Forsaga málsins er að innviðaráðuneytinu barst ábending í kjölfar þjónustukönnunar sem fram fór vorið 2022, um að flutningsjöfnunarstyrkir sem veittir væru á grundvelli laga um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, væru ekki að ná markmiði sínu þar sem upphæðir væru svo lágar að það tæki því ekki fyrir minni framleiðendur að sækja um slíka styrki. Í umsögn Byggðastofnunar vegna ábendingarinnar kom fram að stofnunin hafi orðið vör við sambærilega gagnrýni frá umsækjendum og lagði því til framangreindar breytingar á regluverkinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum