Hoppa yfir valmynd
21. desember 2023 Innviðaráðuneytið

Góður gangur þingmála á haustþingi

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, var með 18 þingmál á þingmálaskrá fyrir haustþing nr. 154, af 112 þingmálum ríkisstjórnarinnar. Þeim fjölgaði í 19 þegar Frumvarp til laga um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ bættist við í byrjun desember.

Alls voru 92 stjórnarfrumvörp á þingmálaskrá fyrir haustþing og voru 43 lögð fram á Alþingi, þar af níu frumvörp af innviðaráðuneytinu. Samþykkt voru 20 stjórnarfrumvörp á Alþingi, þar af sex frumvörp sem lögð voru fram af innviðaráðuneytinu.

Alls voru 15 stjórnartillögur á þingmálaskrá fyrir haustþing og voru 13 lagðar fram á Alþingi, þar af fjórar þingsályktunartillögur af innviðaráðherra. Sex stjórnartillögur voru samþykktar á Alþingi, þar af ein þingsályktunartillaga sem lögð var fram af innviðaráðherra.

Í heild voru því 13 af þeim 19 þingmálum sem voru á þingmálaskrá innviðaráðuneytisins fyrir haustþing lögð fram og er það 14. í vinnslu hjá þingflokknum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum