Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2024 Heilbrigðisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samningur við Bretland um réttindi á sviði almannatrygginga tekur gildi

Brexit - mynd Mynd: iStock
Samningur Íslands, Liechtenstein og Noregs við Bretland um samræmingu almannatrygginga sem undirritaður var í sumar, tók formlega gildi um áramótin eða 1. janúar sl. Hann kveður á um framtíðarfyrirkomulag réttinda á sviði almannatrygginga, aðallega hvað varðar lífeyrisréttindi og sjúkratryggingar þeirra sem ferðast eða flytjast milli landanna. 

Gildistaka samningsins hefur í för með sér að nú verða evrópsk sjúkratryggingakort (EHIC), útgefin á Íslandi, tekin gild í Bretlandi á ný og bresk Global Health Insurance kort (GHIC) sömuleiðis tekin gild á Íslandi. Háskólanemendur frá EES/EFTA-ríkjum sem eru við nám í Bretlandi geta einnig framvegis sótt um endurgreiðslu á heilbrigðisgjaldi (e. immigration health surcharge) sem Bretland hefur lagt á í tengslum við umsóknir um dvalarleyfi.

Þá verður  hægt að fá ellilífeyri sem ávinnst greiddan þótt búið sé í öðru samningsríki, sem og nýta sér tryggingatímabil frá öðru samningsríki að ákveðnu marki til að komast fyrr inn í almannatryggingakerfi ríkjanna þegar flutt er milli þeirra. 

Samningurinn tekur til allra þeirra sem falla undir löggjöf ríkjanna og eru þar löglega búsettir er þeir ferðast eða flytja búferlum milli samningsríkjanna og byggir á hliðstæðum ákvæðum í útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum