Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2024 Matvælaráðuneytið

Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu birt í samráðsgátt

Matvælaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

Samkvæmt lögum um landgræðslu ber ráðherra að setja reglugerð með það að markmiði að tryggja sjálfbæra landnýtingu með leiðbeiningum og viðmiðum þar að lútandi sem taki mið af ástandi lands, m.a. varðandi beit búfjár, umferð fólks og ökutækja, framkvæmdir og akuryrkju.

Í þeim drögum að reglugerð sem hér eru kynnt eru settar fram meginreglur sjálfbærrar landnýtingar og viðmið fyrir þá landnýtingarflokka sem reglugerðin tekur til og tilgreindir eru í lögunum.

Nánari útskýringar á viðmiðum og leiðbeiningar eru sett fram í fjórum viðaukum, fyrir beit búfjár (viðauki I) , akuryrkju (viðauki II), framkvæmdir (viðauki III) og umferð fólks og ökutækja (viðauki IV).

Drögin verða í samráðsgátt til 14. febrúar n.k.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
12. Ábyrð neysla og framleiðsla
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum