Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kynning á skýrslu um „gullhúðun“ á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur að beiðni Alþingis látið vinna skýrslu um það hvort svokölluð „gullhúðun“, þ.e. að til hafi orðið meira íþyngjandi regluverk en þörf er á, hafi átt sér stað á málefnasviði ráðuneytisins. Skýrslan verður kynnt fimmtudaginn 25. janúar kl. 9 og hægt verður að fylgjast með í beinu streymi á vef Stjórnarráðsins.

Skýrsla um innleiðingu  EES-gerða í landsrétt - Hefur „gullhúðun“ átt sér stað á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins á tímabilinu 2010 til 2022? var unnin af dr. Margréti Einarsdóttur, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Farið var í vinnuna eftir að hópur þingmanna með Diljá Mist Einarsdóttur í broddi fylkingar, lagði fram beiðni þess efnis.

Hugtakið gullhúðun er notað um það þegar stjórnvöld einstakra ríkja ganga lengra og setja íþyngjandi ákvæði umfram þær lágmarkskröfur sem gerðar eru í EES-gerðum við innleiðingu.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum