Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2024 Matvælaráðuneytið

Fiskeldissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2024

Fiskeldissjóður starfar á grundvelli 7. gr. laga nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Stjórn sjóðsins starfar eftir starfsreglum sjóðsins. Til úthlutunar á árinu 2024 eru kr. 437.200.000.

Við úthlutun styrkja úr sjóðnum er sérstaklega horft til verkefna sem snúa að:

a) Styrkari samfélagsgerð (menntun, menning, íbúaþróun)

b) Uppbyggingu innviða (atvinnulíf, þjónusta)

c) Loftslagsmarkmiðum og umhverfisvernd (fráveita, orkuskipti, vatnsveita)

d) Tengingu við sjókvíaeldi (hafnir, aðstaða í landi)

e) Nýsköpun hverskyns, tengd ofangreindum þáttum

Sveitarfélög þar sem sjókvíaeldi er stundað eru hvött til að sækja um styrk til sjóðsins og kynna sér þær reglur sem um það gilda, sérstaklega úthlutunarreglur sjóðsins, sem eru aðgengilegar hér að neðan.

Til að umsókn teljist fullnægjandi skal henni fylgja:

  • Lýsing á markmiðum verkefnisins.
  • Ítarleg og sundurliðuð framkvæmda- og kostnaðaráætlun um þá verkþætti eða verkefni sem sótt er um styrk til.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 6. mars 2024. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins.  

Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutun:

Frekari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðsins Hjalti Jón Guðmundsson, netfang: [email protected] eða í síma í 545-9700.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum