Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Leggja á drög að nýrri stefnumótun og framkvæmdaáætlun fyrir líffræðilega fjölbreytni

Sigríður Svana Helgadóttir. - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað stýrihóp sem leggja á drög að nýrri stefnumótun og framkvæmdaáætlun fyrir líffræðilega fjölbreytni.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að ljúka skuli endurskoðun á stefnu um líffræðilega fjölbreytni á kjörtímabilinu og er vinna stýrihópsins framhald á vinnu við grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa sem kynnt var í Samráðsgátt stjórnvalda haustið 2022.

Er stýrihópnum falið það hlutverk að undirbúa nýja stefnumótun og framkvæmdaáætlun fyrir líffræðilega fjölbreytni hér á landi til næstu ára, sem jafnframt styðji við framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Lífríki Íslands er sérstakt og við þurfum að sinna með markvissum hætti því hlutverki sem Ísland hefur við vernd líffræðilegrar fjölbreytni til að sporna við frekari hnignunar hennar. Stýrihópurinn sem nú hefur verið skipaður hefur það mikilvæga hlutverk að ljúka við gerð nýrrar stefnu um málefnið sem svo þarf að hrinda í framkvæmd.“

Stýrihópinn skipa þau:

Sigríður Svana Helgadóttir, formaður, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu

Jón Geir Pétursson, prófessor við Háskóla Íslands

Guðrún Anna Finnbogadóttir fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga,

Hólmfríður Sveinsdóttir fh. innviðaráðuneytis

Óskar Haukur Níelsson fh. mennta- og barnamálaráðuneytis

Sigríður Jakobínudóttir, sérfræðingur, fh. heilbrigðisráðuneytis

Sveinn Kári Valdimarsson, sérfræðingur, fh. matvælaráðuneytis

 

Stýrihópnum er falið að hafi samráð við stofnanir, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila við mótun stefnunnar og á hann að skila tillögu til ráðherra fyrir lok árs 2024.

 

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum