Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir veittir til frjálsra félagasamtaka vegna verkefna á sviði félags- og velferðarmála

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ásamt styrkþegum. - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti í dag styrki til verkefna á sviði félags- og velferðarmála. Veittir voru 33 styrkir og nam heildarfjárhæðin 220 milljónum króna.

Sú breyting var gerð í fyrra að tekið var að veita rekstrarstyrki, auk hefðbundinna verkefnastyrkja. Verkefnastyrkir eru alla jafna veittir að hámarki til eins árs en rekstrarstyrkir geta verið veittir til tveggja ára í senn. Auglýst var eftir styrkjum og var niðurstaðan að veita alls 16 verkefnastyrki og 17 rekstrarstyrki.

Styrkúthlutun fór fram við hátíðlega athöfn á Reykjavík Natura. Hefð hefur skapast fyrir því að valdir styrkþegar kynni verkefnin sem þeir hljóta styrk fyrir. Að þessu sinni kynntu Vilborg Oddsdóttir og Hildur Loftsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar verkefnin Sumarfrí fyrir efnaminni fjölskyldur og Saumó – tau með tilgang. Þá kynnti Ásthildur Lóa Þórhallsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, starfsemi samtakanna.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra:

„Frjáls félagasamtök gegna þýðingarmiklu hlutverki í íslensku samfélagi og ég óska styrkþegum öllum hjartanlega til hamingju. Við höfum tvöfaldað fjármagn til styrkja til félagasamtaka á síðustu tveimur árum, auk þess sem sú breyting hefur verið gerð að veita ekki einungis verkefnastyrki heldur rekstrarstyrki. Það var mikilvæg breyting sem ég er stoltur af.“

Hildur Loftsdóttir segir frá verkefninu Saumó – tau með tilgang.

Vilborg Oddsdóttir kynnir verkefnið Sumarfrí fyrir efnaminni fjölskyldur.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson ávarpar styrkþega við upphaf athafnarinnar í dag.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ásamt styrkþegum. 

Styrkþegar ásamt ráðherra.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum