Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2024 Innviðaráðuneytið

Þjóðskrá stofnun ársins 2023

Starfsfólk Þjóðskrár með viðurkenninguna - mynd

Þjóðskrá varð í fyrsta sæti í flokki meðalstórra stofnana í Stofnun ársins 2023. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu tilkynnti um valið á Stofnun ársins 2023 fimmtudaginn 15. febrúar síðastliðinn.

Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana og nær til tæplega 40.000 einstaklinga á vinnumarkaði.

Í könnuninni eru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti.

Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur stofnana til að huga að mannauðsmálum og auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum