Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2024 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um reglugerð 2019/2144

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um reglugerð 2019/2144.

Reglugerðin heitir fullu nafni: Commission Implementing Regulation laying down rules for the application of Regulation (EU) 2019/2144 as regards templates for the approval of the intelligent speed assistance system, the driver drowsiness and attention warning system, the event data recorder, the alcohol interlock installation facilitation and the advanced driver distraction warning system.

Í reglugerðinni eru birt stöðluð form sem ber að nota og fylla út við mat á því hvort kerfi bifreiða sem aðstoða ökumenn séu fullnægjandi og eðlilegt að gefin sé út gerðarviðurkenning vegna þeirra. Kerfin sem um ræðir eru m.a. þau sem aðstoða ökumenn við að halda réttum hraða, fylgjast með hvort þeir haldi fullri athygli, skráningarkerfi og uppsetning alkóhól lása.

Stöðluð form eiga að tryggja að gerðarviðurkenningar séu veittar með samræmdum hætti í öllu Evrópusambandinu.

Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 14. mars 2024.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum