Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Lög um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík samþykkt – upplýsingar og umsókn fyrir íbúa á Ísland.is

Frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík var samþykkt á Alþingi í gær. Upplýsingasíða fyrir Grindvíkinga er komin í loftið á Ísland.is þar sem m.a. er að finna svör við algengum spurningum. Enn er unnið að útfærslu á einhverjum atriðum en um leið og þau skýrast verða upplýsingar uppfærðar.

Á vefnum verður einnig að finna stafræna umsókn um kaup á íbúðarhúsnæði fyrir þau sem þess óska. Stefnt er að því að opna á umsóknir í lok næstu viku.

Sala íbúðarhúsnæðis í Grindavík mun fara fram í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu sem stofnað er samhliða samþykkt frumvarpsins og er í eigu ríkisins.

Rúmur tími verður gefinn til þess að sækja um að selja félaginu íbúðarhúsnæði, eða til áramóta.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum