Hoppa yfir valmynd
29. febrúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Auglýst er eftir umsóknum úr Barna­menningar­sjóði

Auglýst er eftir umsóknum úr Barnamenningarsjóði. Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

Verkefni sem stuðla að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi.

Áhersla er lögð á samstarf tveggja aðila eða fleiri, svo sem menningarstofnana, skóla, listafólks og félagasamtaka og er hvatt til þess að samstarfsverkefni séu unnin í samstarfi ólíkra aðila, t.d. að stofnanir leiti samstarfs við skapandi fólk fremur en við aðrar stofnanir.

Ef umsækjandi hefur þegar hlotið styrk úr sjóðnum kemur ný umsókn ekki til álita nema að loka- eða áfangaskýrslu sé skilað fyrir umsóknarfrest.

Umsóknarfrestur rennur út 5. apríl 2024 kl. 15.00.

Sjóðurinn var stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins á hátíðarfundi Alþingis 18. júlí 2018.

Reglur sjóðsins, umsóknargögn og skýrsluform er að finna á síðu Barnamenningarsjóðs.

Athugið: Einnig er opið fyrir umsóknir í barnamenningarverkefnið List fyrir alla til 17. mars 2024.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum