Hoppa yfir valmynd
29. febrúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Guðrún Gunnarsdóttir skipuð skrifstofustjóri

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Guðrúnu Gunnarsdóttur í embætti skrifstofustjóra skrifstofu fjármála og gæða í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá og með 1. mars nk.

Staðan var auglýst í desember sl. og alls bárust 5 umsóknir. Guðrún var valin í embættið að fengnum tillögum ráðgefandi hæfnisnefndar. Skipað er í embættið til fimm ára.

Guðrún útskrifaðist með B.Sc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2013, með M.Acc. í reikningsskilum og endurskoðun í júní 2015 og diplóma í opinberri stjórnsýslu 2019. Hún var sett sem skrifstofustjóri við stofnun menningar- og viðskiptaráðuneytis árið 2022 en starfaði áður sem sérfræðingur á skrifstofu fjárlaga og rekstrar í þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Guðrún hefur starfað í Stjórnarráðinu undanfarin 11 ár og hefur ríka reynslu af stefnumótunarvinnu, áætlanagerð, rekstri ráðuneyta og gæðamálum með áherslu á samræmingu og einföldun ferla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum