Hoppa yfir valmynd
12. mars 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjarfundir um innleiðingu breytinga á aðalnámskrá leikskóla

Mennta- og barnamálaráðuneyti boðar til opinna fjarfunda um innleiðingu breytinga á köflum 7–10 í aðalnámskrá leikskóla sem kynntar voru í september 2023 og taka gildi í ágúst 2024. Fundirnir verða 16., 17. og 18. apríl 2024 kl. 1516 á Teams.

Markmið fundanna er að heyra í stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki leikskóla um reynslu þeirra af innleiðingunni. Rætt verður um hvernig hafi gengið hingað til að vinna með þær breytingar sem gerðar voru og hvort þörf sé á frekari stuðningi til leikskóla við innleiðingu á þessum breytingum.

Lagt er upp með eftirfarandi spurningar:

Hvernig gengur?

 • Hvað eru leikskólar komnir langt í innleiðingarferlinu?
 • Hvað hefur gengið vel?
 • Hvaða vandamál hafa komið upp?
 • Jákvæð og/eða neikvæð reynsla af innleiðingarferlinu.

Vantar meira efni á vefinn?

 • Eru hugmyndir að efni á vefinn adalnamskra.is til stuðnings við innleiðinguna?
 • Eru hugmyndir að námsefni fyrir leikskóla sem styðja við innleiðinguna?

Vantar annars konar stuðning?

 • Gæti mennta- og barnamálaráðuneytið eða Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stutt við innleiðinguna með einhverjum hætti – ef svo er þá hvernig?

Annað sem fundarmönnum dettur í hug að gæti stutt við innleiðinguna.

Fjarfundir

Fundirnir verða teknir upp til að auðvelda úrvinnslu – efninu verður eytt að úrvinnslu lokinni og ekki birt með neinum hætti.

 1. Teams-fundur um innleiðingu breytinga á aðalnámskrá leikskóla 16. apríl
  Smelltu hér til að tengjast fundinum
 2. Teams-fundur um innleiðingu breytinga á aðalnámskrá leikskóla 17. apríl
  Smelltu hér til að tengjast fundinum
 3. Teams-fundur um innleiðingu breytinga á aðalnámskrá leikskóla 18. apríl
  Smelltu hér til að tengjast fundinum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum