Hoppa yfir valmynd
22. mars 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Sjö mál samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag

Lilja Dögg Alfreðsdóttir tók við embætti menningar- og viðskiptaráðherra í nóvember 2021. - mynd

Sjö mál frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu voru samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag. Það er því kröftug vika að baki í ráðuneytinu þar sem Alþingi samþykkti fyrstu málstefnuna í íslensku táknmáli og lagabreytingar á kvikmyndalögum s.l miðvikudag.

„Það er frábær og nauðsynleg tilfinning að upplifa árangur í starfi og finna kraftinn í öllu því öfluga fólki sem starfar í þessum verkefnum. Markviss og metnaðarfull vinna skilar sér alltaf að lokum. Verkefnin eru mörg og mikilvæg en það kemur auka kraftur með hverri samþykkt svo nú er að nýta kraftinn og halda áfram,“ segir menningar- og viðskiptaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir.

Eftirfarandi mál frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu voru samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag:

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um listamannalaun 
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber skjalasöfn 
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnufélög 
Frumvarp til markaðssetningarlaga 
• Tillaga til þingsályktunar um bókmenntastefnu fyrir árin 2024-2030
• Tillaga til þingsályktunar um eflingu og uppbyggingu sögustaða
• Tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum