Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2024 Dómsmálaráðuneytið

Sindri M. Stephensen settur í embætti héraðsdómara

Dómsmálaráðherra hefur sett Sindra M. Stephensen í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 4. apríl 2024 til og með 28. febrúar 2029.

Sindri M. Stephensen lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2012 og meistaraprófi í lögfræði við sama skóla árið 2014. Hann lauk jafnframt mag.jur. gráðu frá Oxford háskóla 2017 og diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu frá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands árið 2019. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi á árinu 2015 og hlaut alþjóðlega vottun frá International Association of Privacy Professionals árið 2018. Að loknu laganámi starfaði hann meðal annars sem löglærður fulltrúi og síðar lögmaður á lögmannsstofu og sem aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn. Þá hefur hann sinnt kennslu á háskólastigi um nokkurra ára bil, ritað tvær fræðibækur á sviði lögfræði og fjölda ritrýndra greina og bókakafla, ýmist einn eða með öðrum. Hann hefur flutt fyrirlestra og erindi um lögfræðileg efni, starfað sem ritari stjórnsýslunefndar, átt sæti sem aðal- eða varamaður í nefndum af því tagi og verið settur varadómari í máli við héraðsdómstól. Þá sat Sindri í þriggja manna nefnd sem samdi nýjar réttarfarsreglur fyrir EFTA-dómstólinn 2017-2019, hefur setið í ritnefnd og sinnt ritstjórastörfum, verið forstöðumaður Réttarfarsstofnunar Háskólans í Reykjavík, setið í stjórn Hins norræna félags um réttarfar og átt sæti í sérfræðingahópi Þjóðaröryggisráðs.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum