Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ráðgjöf fyrir eldra fólk

Mikil vinna hefur í vetur farið fram við að safna saman öllum upplýsingum sem mögulega geta varðað eldra fólk hér á landi. Upplýsingarnar er að finna á island.is undir heitinu Að eldast.

Þar er núna einnig hægt að spyrja spjallmennið Ask um hvað eina en hann veit orðið talsvert um málaflokkinn. Mest hefur hingað til verið spurt um ýmis lífeyrisréttindi og aðstoð við að búa lengur heima en Askur getur svarað fjölmörgu öðru.

Líklegt er að sá stóri hópur Íslendinga sem á næstu árum mun tilheyra hópnum 67 ára og eldri hafi lítið velt fyrir sér réttindum sínum eða hvernig best sé að varðveita og viðhalda góðri heilsu – en upplýsingar um það má nú finna á vefnum og hjá Aski.

Askur getur auðvitað ekki svarað öllum spurningum og þá er hægt að fá samband við þjónustufulltrúa sem svarar í gegnum tölvuna. Um þessa svörun erinda sér fólk sem er sérhæft í málefnum aldraða og er þjónustuspjallið opið alla virka daga.

Einnig er til staðar sérstakur ráðgjafi fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Boðið er upp á ráðgjöf á staðnum (hjá Alzheimersamtökunum), í fjarviðtali eða í síma 520-1082.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum