Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2024 Forsætisráðuneytið

Tillaga um skipan ráðherranefnda samþykkt í ríkisstjórn

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um skipan ráðherranefnda. Alls verða fimm ráðherranefndir starfandi og fækkar þeim þar með um þrjár frá fyrri skipan.

Þrjár ráðherranefndanna eru lögbundnar skv. ákvæðum laga um Stjórnarráð Íslands en það eru ráðherranefnd um ríkisfjármál, ráðherranefnd um efnahagsmál og ráðherranefnd um vísindi og nýsköpun.

Þar að auki verða starfræktar ráðherranefnd um loftslagsmál og ráðherranefnd um samræmingu mála er varða fleiri en eitt ráðuneyti. Ekki verða starfandi sérstakar ráðherranefndir um íslenska tungu, jafnréttismál og málefni innflytjenda og flóttafólks heldur verður áfram fjallað um þessi málefni í ráðherranefnd um samræmingu mála.

Nánar um ráðherranefndir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum