Hoppa yfir valmynd
2. maí 2024 Forsætisráðuneytið

Umsækjendur um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika

Umsækjendur um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika - myndSeðlabanki Íslands

Alls bárust sjö umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 9. apríl sl. og rann umsóknarfrestur út 30. apríl.

Umsækjendur um embættið eru:

  • Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður
  • Eggert Þröstur Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
  • Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri
  • Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi
  • Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri
  • Lúðvík Elíasson, forstöðumaður
  • Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri

Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra.

Þriggja manna hæfnisnefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra skipar mun fara yfir umsóknir og meta hæfni umsækjenda, sbr. 7. mgr. 4. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Einn nefndarmanna skal skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabankans en formaður er skipaður án tilnefningar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum