Hoppa yfir valmynd
6. maí 2024 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra tók á móti undirskriftalista um bætta dýravelferð

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tekur við undirskriftalistanum úr hendi Lindu Karenar Gunnarsdóttir, formanns Dýraverndarsambands Íslands. - mynd

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók í dag á móti undirskriftalista frá Dýraverndarsambandi Íslands þar sem skorað er á stjórnvöld að bæta eftirlit með velferð dýra í landinu. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambandsins, afhenti forsætisráðherra undirskriftirnar í Stjórnarráðshúsinu en rúmlega 3.600 manns skrifuðu nöfn sín á listann.

Í áskoruninni sem ber yfirskriftina Ekkert dýr á að þjást segir m.a. að rík lagaleg skylda hvíli á stjórnvöldum að gæta að velferð dýra. Of víða sé illa búið að búfénaði og eftirlit yfirvalda veiti lítið aðhald. Það sé því nauðsynlegt að mati Dýraverndarsambandsins að endurskoða sem fyrst lög og reglugerðir er varða dýravelferð.

Forsætisráðherra tók á móti undirskriftunum og kvaðst myndu fylgja málinu eftir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum